Fara í efni

Kvennahlaupið 4. júní - kl. 14 - Kaffi Kjós

Deila frétt:

 

Skráning í Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er hafin

á Kaffi Kjós.
Kvennahlaupið fer fram

laugardaginn kl. 14:00.
Vegalengdir eru 3 km, 5 km og 7 km
Upphaf og endir við Kaffi Kjós, verðlaunapeningar, fagnaðarlæti og fjör!  
Verð á bolunum er 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri, en 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri. Sýndu fyrirhyggju og tryggðu þér bol í tíma, áður en þín stærð klárast.

 

Markmiðið með Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ er að skapa skemmtilegan vettvang fyrir konur til að hittast og hreyfa sig. Hver og ein tekur þátt á sínum forsendum, hvort sem hún gengur, skokkar, hleypur, fer á hækjum eða í hjólastól. Kvennahlaupið er fyrir allar konur á öllum aldri, sama í hvernig formi þær eru.

 

 Sjáumst hress og kát á Kaffi Kjós.