Fara í efni

Kvikmyndasýning í Ásgarði 5. mars kl. 20:30

Deila frétt:
Fergusonfélagið var stofnað 6. desember 2007.  Meginmarkmið þess var að tengja saman eigendur eldri …
Fergusonfélagið var stofnað 6. desember 2007. Meginmarkmið þess var að tengja saman eigendur eldri Ferguson og Massey Ferguson dráttarvéla og stuðla að varðveislu þessara véla og fylgihluta þeirra, sögu vélanna og þýðingu í landbúnaðarsögunni.

Fergusonfélagið og  Búnaðarsamband Kjalarnesþings bjóða til fundar að Ásgarði í Kjós fimmtudaginn  5. mars  kl. 20.30.

Sýnd verður merkileg  kvikmynd sem Búnaðarsambandið lét gera um og upp úr 1950 sem sýnir jarðvinnslu þess tíma í Kjalarnesþingi. Fergusonfélagið lét talsetja kvikmyndina s.l. vor.

Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri  spjallar um efni sem tengjast þessari einstæðu heimildarmynd.

Kaffi og kleinur í fundarhléi.

Allir velkomnir