Fara í efni

Kvikmyndin Jörðin og við verður sýnd í Félagsgsrði 14.des.kl.20:00. Allir velkomnir og frítt inn

Deila frétt:

Kvikmyndin Jörðin og við verður sýnd í Félagsgsrði 14.des.kl.20:00.

Í myndinni Jörðin og við – Búsæld við borgarmörkin er stuttlega spönnuð saga er stuttlega spönnuð saga Búnaðarsambands Kjalarnesþings frá upphafi til dagsins í dag. Þar sjáum við að mikill hugur er í ungu fólki að starfa við landbúnað til framtíðar, fáum innsýn í líf bænda sem stunda fjárbúskap – jafnvel í Reykjavík, nautgriparækt, hrossarækt, fuglarækt, svínarækt, minkarækt og æðafuglarækt, sem og ræktun matjurta á gamla mátann og gróðurhúsarækt þar sem mannshöndin kemur varla nærri. Jafnframt eru rifjaðir upp gamlir tímar, með brotum úr gömlum íslenskum myndum, sem sýna þá gjörbyltingu sem átt hefur sér stað í landbúnaði á Íslandi á ekki lengri tíma en einni öld. Um framleiðslu myndarinnar sá Lífsmynd kvikmyndagerð ehf.