Fara í efni

Kynning á útgáfu bókarinnar, Barist fyrir veik hross, í Ásgarði í Kjós

Deila frétt:

Komin er út bókin Barist fyrir veik hross eftir, Ragnheiði Jónu Þorgrímsdóttur, bónda á Kúludalsá.  Á bújörð höfundar, Kúludalsá, sem er um 5 km. vestan við Grundartanga í Hvalfirði, mælast fjórföld flúorgildi í beinum hrossa miðað við hross af ómenguðum svæðum. Á Kúludalsá bjuggu foreldrar höfundar í hálfa öld, með hross, kýr og sauðfé og sjálf hefur Ragnheiður búið á jörðinni í yfir 50 ár og þekkir því mjög vel til.   Á jörðinni voru kjöraðstæður fyrir hross, þ.e. fyrir daga álversins á Grundatanga. Eftir mengunarslys 2006 sem haldið var leyndu fyrir íbúum tóku hross höfundar að veikjast og veikindin urðu viðvarandi.  Í bókinni er sagt frá atburðarásinni í kjölfarið og fram á þennan tíma, samskipti höfundar við opinberar stofnanir sem áttu að hafa eftirlit með álverinu, umhverfinu og velferð dýranna.
Þriðjudaginn 19. ágúst kl. 17:30 verður höfundur með kynningu á bókinni í Ásgarði í Kjós.

Allir velkomnir