Kynningarfundur með ráðgjöfum frá Impru
13.09.2011
Deila frétt:
Föstudaginn 9. september kl 13 var opinn kynningarfundur með ráðgjöfum frá Impru á Nýsköpunarmiðstöð í Ásgarði. Jóhanna Ingvarsdóttir var með kynningu á stuðningi Impru við einstaklinga og fyrirtæki vegna t.d. matvælaþróunar, handverks og ferðaþjónustu. Jóhanna Ingvarsdóttir og Hannes Ottósson svöruðu svo fyrirspurnum á eftir og ræddu möguleika hvers og eins í salnum, einkum var beint sjónum að þróun í matvælaframleiðslu. Fundurinn þótti heppnast vel og mun Kjósarstofa vera áfram í sambandi við Impru í framhaldinu.