Fara í efni

Kynningarfundur á tillögu að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi í landi Hvamms og Hvammsvíkur

Deila frétt:

Kynningarfundur á tillögu að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi  í landi Hvamms og Hvammsvíkur verður haldinn í Ásgarði fimmtudaginn 17. nóvember klukkan 18:00.  Um er að ræða breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 þar sem gert er ráð fyrir að stækka svæði F21 undir frístundabyggð ásamt deiliskipulagi. Íbúar í nágrenni Hvammsvíkur og aðrir sem málið varðar eru hvattir til að mæta.