Fara í efni

Landbúnaður í sókn í Kjósarhreppi

Deila frétt:

Huppa 94 frá Káranesi
Kýrin Huppa nr. 94 í Káranesi hefur á tæpum 11 mánuðum mjólkað yfir 12 tonn af mjólk, sem er með því allra mesta sem íslensk kýr hefur mjólkað á sambærilegu tímabili í sögu landsins, þá ekki sé talað um sögu nautgriparæktar í Kjósarhreppi. Fimm sambærilegar kýr, á við Huppu gætu sinnt þörfum allra kjósaringa fyrir mjólkurvörur í heilt ár. Þessi staðreynd leiðir hugann að þeim gríðarlegu breytingum sem orðið hafa á afurðum íslenskra kúa á umliðnum árum. Á árum áður, áður en mjólkursala hófst á bæjum þótti eðlilegt að þrjár kýr væru að jafnaði á hverju heimili til að framleiða nauðþurftir. Að þessum staðreyndum sögðum hefur þurft 150 kýr  í Kjósarhreppi til að framleiða mjólk til manneldis um aldamótin 1900.