Fara í efni

Landburður úr Meðalfellsvatni

Deila frétt:

 

Haraldur bústjóri
Gríðarlega góð veiði hefur verið í Meðalfellsvatni að undanförnu. Sem dæmi um aflabrögð, þá hélt Haraldur bústjóri í Eyjum II til fiskjar nýverið ásamt hjúum sínum sem flest eru af erlendu bergi brotin.  Segir sagan að af fleyi sínu drógu Eyjamenn 60 silunga á skömmum tíma, sem fáheyrt er.

Mjög hagsælt veður hefur verið við vatnið síðustu daga og hafa veiðimenn unað hag sínum vel í  ósnortinni náttúrunni.

Veiðileyfi eru seld í þjónustumiðstöðinni Kaffi-Kjós og þar er jafnframt skráð í veiðidagbók. Það vekur athygli að þrátt fyrir góða veiðivon, er verði á veiðileyfum mjög sanngjarnt. Dagsleyfið kostar 1.500, hálfur dagur 1.000 og ársleyfi  kostar aðeins 15.000 og gildir fyrir 3 stangir.