Landburður úr Meðalfellsvatni
13.06.2007
Deila frétt:
![]() |
| Haraldur bústjóri |
Mjög hagsælt veður hefur verið við vatnið síðustu daga og hafa veiðimenn unað hag sínum vel í ósnortinni náttúrunni.
Veiðileyfi eru seld í þjónustumiðstöðinni Kaffi-Kjós og þar er jafnframt skráð í veiðidagbók. Það
vekur athygli að þrátt fyrir góða veiðivon, er verði á veiðileyfum mjög sanngjarnt. Dagsleyfið kostar 1.500, hálfur dagur 1.000 og ársleyfi kostar aðeins 15.000 og gildir fyrir 3 stangir.
