Fara í efni

Landhelgisgæslan hugasanlega brotleg í Maríuhöfn

Deila frétt:

IMG_8723Ríkissaksóknari  hefur staðfest niðurstöðu Lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu um ekki sé tilefni til að afhafast frekar vegna kæru Landhelgisgæslunnar gegn Jóni Gíslasyni á Hálsi fyrir að valda siglingarhættu og íhlýðni við lögmæt fyrirmæli handhafa lögregluvalds.

Forsaga málsins er að sl. sumar hafi Jón Gíslason á Hási komið fyrir hluta úr fiskeldiskví utan við Maríuhöfn, rétt undan landi. Að sögn Jóns voru hugmyndir uppi um að hefja þar t.t. ræktun sjávardýra. Skömmu eftir að kvínni hafði verið komið fyrir  samkvæmt Jóni, hafi Björgun ehf., sem hefur stundað umfangsmikið efnisnám í Hvalfirði í óþökk landeigenda og hreppsyfirvalda gert athugasemd við rekaldið,enda væri það  þeim fyrirstaða til að komast uppí landsteina til efnistöku.

Endaði málið með að Landhelgisgæslan fjarlægði kvína með ærnum kostnaði eftir að Jón hafði ekki brugðist við kröfu hennar um að fjarlægja hana.

Lögmaður Jóns hefur nú gert kröfu um að kvínni verði skilað, enda niðurstaða ákæruvaldsins að ekkert ólögmæt hafi gefið tilefni til upptöku hennar.

Niðursaða Ríkissaksóknara HÉR