Fara í efni

Landsamband kúabænda á fundi í Kjós

Deila frétt:

Jóhanna Hreinsdóttir Káraneskoti
Haustfundur Landsambands kúabænda í Kjalarnesþingi var haldinn mánudagskvöldið 5. nóvember að  Kaffi-Kjós. Starfsvæði Mjólkursamlag Kjalarnesþings, sem er aðili að LK nær frá  Reykjanesi og allt að Borgarbyggð.

Mjólkursamlagið á rætur sínar að rekja til stofnunnar Mjólkurfélags Reykjavíkur 1917. Á árunu 1935 var samlagið stofnað var  þá samlagið aðskilið frá Mjólkurfélaginu.

Núverandi formaður mjólkursamlagsins er Jóhanna Hreinsdóttir í Káraneskoti.

Á fundinum ræddi formaður LK, Þórólfur

Sveinsson um stöðu og horfur í mjólkur- og kjötframleiðslu og Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri ræddi skýrslu um hagkvæmi innflutnings nýs mjólkurkúakyns. Fundinn sóttu um 20 bændur beggja vegna Hvalfjarðar.