Landsmót UMFÍ á Selfossi 4.-7. júlí- auglýst eftir þátttakendum úr Kjós.
UMSK er að leita í Kjósarhrepp eftir keppenda í dráttarvélaakstri á Landsmóti UMFÍ sem haldið verður á Selfossi í byrjun júlí nú í sumar.
Einn Kjósverji hefur sigrað með yfirburðum í þessari grein á landsmót UMFÍ, árið 2001 en það var Finnur Pétursson Káranesi. Sjá grein tekin af Patreksfjordur.is.
Einn keppandi HHF, Finnur Pétursson frá Tálknafirði ( Káranesi) keppti í dráttavélaakstri og má segja að hann hafi komið, séð og sigrað, því hann gerði sér lítið fyrir og sigraði með nokkrum yfirburðum og er Landsmótsmeistari. Finnur fékk 116,5 stig og næsti keppandi var með 112,5 stig. Finnur sýndi með framtaki sínu að hægt er að ná árangri með vilja og áræðni. Hann sá sjálfur um allan undirbúning fyrir keppnina. Fyrir þennan árangur Finns fékk HHF 10 stig og lenti þar með í 14. sæti af 22. í stigakeppni héraðssambanda á landsmótinu. (Tekið af Patreksfjordur.is, birtist 20.07.2001)
Er ekki komin tími Kjósverjar góðir að slá þetta met eða að minnsta kosti að jafna.
Skráningar þurfa að berast eigi síðar en á hádegi mánudaginn 24. Júní. Best er að hafa samband við Valdimar Gunnarsson framkvæmdastjóra UMSK sem fyrst í s. 8948502 eða á netfangið valdimarg@umsk.is