 |
| Hermann, Magnús og Kristján Sæmundsson |
Föstudaginn 14. september var gerður út leiðangur um Kjósina í leit að heitu vatni. Ferðin var farin að frumkvæði Samgöngu-og orkunefndar. Leitaðar voru uppi holur sem boraðar hafa verið á síðustu árum til öflunar kals vatns, þær staðsettar með GPS tækni skráðar og að lokum hitastigulsmældar. Það voru þeir Sigurbjörn Hjaltason, Hermann Ingólfsson og jarðfræðingurinn Kristján Sæmundsson sem fóru í leiðangurinn. Þeir nutu aðstoðar landeiganda á Meðalfelli, Grjóteyri og Hálsi.