Fara í efni

Leyfi til efnistöku í Hvalfirði gefið út

Deila frétt:

Orkustofnun hefur veitt Björgun leyfi til efnistöku í Hvalfirði frá árinu 2009 til 2019.

Björgun sótti um leyfi til efnistöku á sex stöðum en fær aðeins leyfi til nýtingar á  þremur stöðum þ.e. á Brekkuboða,á Laufagrunni og utan Kiðafells. Ekki er veitt leyfi að svo stöddu við Hvalfjarðareyri,Hrafnseyri og við Hálsnes og Maríuhöfn í Laxvogi fyrr en t.t. rannsóknarniðurstöður liggja fyrir. Björgun sótti um leyfin á grundvelli umhverfismats sem fyrirtækið hefur látið vinna. Í leyfi Orkustofnunar er tekið verulegt tillit til sjónarmiða heimamanna varðandi áhrifa efnistökunnar á strandrof. Miðað er við að efnistakan fari ekki fram nær landi en 500 m. sem er í samræmi við skilyrði sem sett voru í bráðarbyrðarleyfið frá því í mars 2008 sem Iðnaðarráðuneytið gaf út að höfðu samráði m.a. við Kjósarhrepp. 

Þó þessi niðurstaða verði að teljast ásættanleg, miðað við niðurstöðu umhverfismatsins og úrskurð Skipulagsstofnunar, þá veldur það nokkrum vonbrigðum að Orkustofnun hafi ekki tekið efnislega afstöðu til leyfisveitingar fyrir efnistöku við Hvalfjarðareyri og við Hálsnes og stöðvað allar hugmyndir um áframhaldandi efnistöku þar sem er ófrávíkjanleg krafa Kjósarhrepps en þess í stað bíða eftir t.t.rannsóknarniður sem vænta má á árinu 2010.

 

Umsögn Kjósarhrepps

Leyfi til efnistöku 2009-2019

Bréf Orkustofnunar til Björgunar

sh