Lífleg vetrarstarfsemi framundan hjá Adam.
Aðsent efni
![]() |
| Adam frá Meðalfelli |
Í febrúar verða haldnir vetrarleikar sem verða auglýstir þegar nær dregur, þannig að nú er um að gera og þjálfa af krafti. Þá er stefnt að öðrum vetrarleikum í mars og apríl.
Verið er að undirbúa myndakvöld og fræðslukvöld. Þá mun verða haldið reiðnámskeið með vorinu og vonum við að Kjósverjar nýti sér kærkomið tækifæri til að fara á námskeið í eigin sveit.
Stjórn Adams hefur ákveðið að stofna kynbótanefnd og verður hennar fyrsta verk að útnefna “ræktunarmann ársins” samkvæmt nánari reglum. Ein af reglunum er sú að eingöngu félagsmenn innan Adams geta unnið þann titil.
Í lokin eru það fréttir af aðild Adams að Landsambandi hestamanna. Staðan er nú sú að aðeins á eftir að ganga frá aðild okkar nýja félags að forminu til. Þannig að félag okkar verður orðið fullgilt hestamannafélag á meðal hestamannafélaga innan tíðar. Gárungarnir eru þegar farnir að gera að því skóna hvaða Adamsfélagar komi til með að ríða í broddi hópreiðar hestamannafélaga á LM á Hellu – Hvaða Kjósverjar ríða undir forsetann og Dorit???
Ert þú félagi í Adam? Koma nú; vera með í skemmtilegum félagsskap.
Bestu kveðjur
Stjórn Adams.
