Líkamsrækt á ný - í Félagsgarði
19.10.2015
Deila frétt:

Alfa R Jóhannsdóttir, líkamsræktarfrömuður í Mosfellsbæ, kemur tvisvar í viku hingað upp í Kjós og stýrir æfingum í Félagsgarði,
á þriðjudögum og fimmtudögum,
kl. 20-21.
Það verða þrek- og þolæfingar á þriðjudögum,
styrktar-, jóga- og teygjuæfingar á fimmtudögum.
Boðið er upp á 6 vikna námskeið sem hefst næsta þriðjudag, 20. október og lýkur í lok nóvember. Nánari upplýsingar um verð og útfærslur gefur Alfa.
Eina sem þarf, er að mæta með dýnu í Félagsgarð næsta þriðjudag kl. 20, vera í íþróttaskóm, þægilegum fötum og taka svo á því
Lifi Ungmennafélagsandi Drengs !
![]() |
![]() |
|

