Fara í efni

Litlu jólin í Kjósinni, fjölskylduskemmtun

Deila frétt:

Fjölskyldu- og menningarnefnd Kjósarhrepps býður til fjölskylduskemmtunar í veiðihúsinu við Láxá 28. nóvember frá klukkan 14. til 18.  Við ætlum að skreyta piparkökuhús saman, drekka heitt kakó, hlusta á jólatónlist og hver veit nema jólasveinninn kíki í heimsókn með smá glaðning.

Þennan dag er starfsdagur á leikskólanum Bergi og í Klébergsskóla og því tilvalið að koma saman og hafa gaman í aðdraganda jólanna.

Vonumst til að sjá sem flesta, Fjölskyldu- og menningarnefnd Kjósarhrepps.