Fara í efni

Ljósið heldur áfram inn í Brynjudal

Deila frétt:
Ólafur og Óskar blástursmenn hjá Rafal og Jón Ingileifsson jarðverktaki
Ólafur og Óskar blástursmenn hjá Rafal og Jón Ingileifsson jarðverktaki

Nú er hafinn lokaáfangi við ljósleiðaravæðingu í Kjósinni.

Verið er að vinna á nýjasta svæðinu frá Hvammi/Hvammsvík um Fossá inn í Brynjudal.
Þessi áfangi verður algjör bylting í fjarskiptum fyrir þetta svæði, sérstaklega fyrir íbúa í Brynjudal þar sem farsímasamband er mjög stopult og verið er að leggja niður þjónustu heimasíma um koparlínur. 

Jarðverktakinn Jón Ingileifsson er mættur með sína menn eins og sannur vorboði. Þeir sjá um lagningu ídráttarröra fyrir ljósleiðarann, tengibrunna og heimlagnir.

Rafverktakinn Rafal ehf, sér um blástur á sjálfum ljósleiðaraþræðinum í ídráttarrörin, tengivinnu í tengibrunnum og heim að húsum, tengivinnu í stöð og gæðamælingar á sambandi.

Auk þess er annar hópur á vegum Rafals á ferð um "eldra svæði", að blása ljósleiðara heim að þeim húsum sem hafa safnast saman á biðlista síðan þeir voru hér síðast.

Jón Ingileifs og hans menn munu einnig taka nokkrar hitaveitulagnir sem eru nú á biðlista.

Það er smuga að bæta við nokkrum tengingum, hvort sem er fyrir hitaveitu eða ljósleiðara, ef umsókn kemur fyrir helgi.

Umsóknareyðublað fyrir ljósleiðara

Umsóknareyðublað fyrir hitaveitu