Fara í efni

Ljósleiðarinn er orðinn virkur - 1. áfanga lokið

Deila frétt:
Ljósleiðarinn er orðinn virkur
Ljósleiðarinn er orðinn virkur

Langþráðum áfanga er náð,

ljósleiðarinn er kominn í Kjósina og orðinn virkur !!

Fyrsta áfanga af 3 er lokið. Áfangi 2 eru tengingar við hús sem þarf að leggja sér ídráttarrör að (tóku ekki hitaveitu) og áfangi 3 er Fossá & Brynjudalur.

Þessu ætlum við Kjósverjar, jafnt íbúar sem sumarhúsaeigendur, að fagnað rækilega fimmtudaginn 30. maí nk, (uppstigningardag) við Félagsgarð í Kjós, kl. 13-15.

Dagskráin hefst kl. 13 með ávörpum, heillaóskum og okkar eina sanna BUBBA. Kóngurinn

Doddi mætir á Tuddanum, bæði með hamborgara fyrir kjötætur OG vegan!

Tuddinn

Leikdót fyrir krakkana og hoppukastali.

Fjarskiptafyrirtækin Hringdu, Síminn og Vodafone verða með spennandi tilboð inni í Félagsgarði, en strax er hægt að hafa samband við fyrirtækin og panta þjónustu.

Símafyrirtækinn

Allt stefnir í flottan fjölskyldudag við Félagsgarð, meira að segja er veðurspáin góð.

Hlökkum til að samgleðjast með þér og þínum. 


Stjórn Leiðarljóss ehf
Hreppsnefnd Kjósarhrepps