Fara í efni

Loftlínum fækkar á komandi sumri

Deila frétt:

Stærsta einstaka verk Rarik á vesturlandi á þessu ári verður í Kjósarhreppi.

Til stendur að fella rafmagnslínur í jörð frá Saurbæ á Kjalarnesi, um Melahverfi, Miðdal að Bæ og áfram að Flekkudal og inn fyrir Hjalla. Lagður verður þriggja fasa strengur í jörðu og allir spennar gerði þrífasa. Loftlínur verða jafnframt teknar niður.

Rarik í Stykkishólmi vinnur að undirbúningi verksins og er um þessar mundir að hefja vinnu við að ná samkomulagi við einstaka landeigendur. Aflagt er það verklag sem áður tíðkaðist að línur eru lagðar af landeigendum forspurðum. Rarik væntir góðrar samvinnu við landeigendur.