Lokun gámaplans og auglýsing um laust starf.
Hreppsnefnd hefur ákveðið að loka gámaplaninu en vera í stað þess með ákveðna afgreiðslutíma. Opið verður, frá því í byrjun maí til 1. október, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 16-18 en laugadaga og sunnudaga frá 16-20. Starfsmaður verður á planinu á þeim tímum.
Kjósarhreppur óskar eftir að ráða starfsmann/verktaka til umsjónar-og þjónustustarfa á endurvinnslusvæði hreppsins við Hurðarbaksholt. Gerð er krafa um að starfsmaðurinn geti starfað sjálfstætt, sé vandaður í alla staði, gæddur lipurð og þjónustulund. Þá er gerð rík krafa um að hann hafi einbeittan vilja til að ná bættum árangri í flokkun efnis og nýtingu söfnunarrýmis. Starfshlutfall verður 16 klst. á viku fram til 1. október en verður þá endurskoðað.
Nánar upplýsingar veitir oddviti Kjósarhrepps í síma 566-7100
Umsóknum skal skilað fyrir 15. apríl á skrifstofu Kjósarhrepps, Ásgarði Kjós, 270 Mosfellsbær
sh