Magnús í Eyjum II 75 ára
13.07.2009
Deila frétt:
Í tilefni af 75 ára afmæli mínu síðastliðið vor, langar mig að bjóða til fagnaðar að Eyjum II í Kjós,laugardaginn 18. júlí 2009 og hefst gamanið kl.19:00. Ég fann engan fegurri sal en fjallasalinn minn og þar verður slegið upp veislutjaldi. Léttar veitingar verða í boði ásamt fjölbreyttri skemmtidagskrá. Allir eru hjartanlega velkomnir,tjaldstæði í boði alla helgina fyrir þá sem vilja. Hlakka til að hitta ykkur í Heimatúninu.
Bestu kveðjur Magnús Sæmundsson og fjölskylda.
Allar afmælisgjafir eru afþakkaðar, en þeim sem það kjósa er bent á Styrktarfélagið Ás.
