Fara í efni

Málefni heimasíðunnar

Deila frétt:

 Notendur og gestir kjos.is eru beðnir velvirðingar á að nýtt efni hefur ekki verið sett inn á síðunna  um nokkurt skeið.

Í kjölfar þess að efni barst inn á síðuna, sem  var að mati margra lesenda og meirihluta hreppsnefndarfulltrúa  þess eðlis að ekki þótti við hæfi að það væri inná síðu sveitarfélagsins var ákveðið að marka starfsumhverfi hennar.

Á sama tíma kom fram gagnrýni um að efnistök einstakra frétta orkuðu tvímælis og að þær væru skrifaðar  um of frá sjónarhóli þess sem hefur skrifað inná síðuna. Þá voru gerðar athugasemdir við að ekki hafi verið skrifaðar fréttir frá tilteknum viðburðum.

Heimasíðan hafur vaxið að umfangi  á ferli sínum. Ekki var í upphafi gerður um hana ákveðinn starfsrammi s.s. hver væri raunverulegur ábyrðaraðili hennar, rit-og vefstjóri, hver skrifaði inná hana og hver væri ritstjórnarstefna hennar.

Hreppsnefnd fól upplýsinga-og fjarskiptanefnd að vinna tillögur  um  hvernig með skuli farið. Vænta má að málefni síðunnar verði til lykta  leitt á næsta fundi hreppsnefndar í byrjun febrúar. Það er von undirritaðs að það takist að skapa sátt um  síðuna, þannig  að sá stóri hópur sem hefur heimsótt hana daglega telji það áhugavert í framtíðinni.

 

Sigurbjörn Hjaltason