Fara í efni

Málefni landbúnaðarins rædd í Hlégarði

Deila frétt:

Bændasamtök íslands stóð fyrir fundi með frambjóðendum allra flokka í Hlégarði 16. Apríl.

Markmið fundarins var að kynna framboðunum  íslenskan landbúnað, framtíðarhorfur og tækifæri.

Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakana kynnti í upphafi málefni landbúnaðarins í ítarlegu og auðskyldu  máli. Því næst var komið að framsögun frambjóðenda. Fyrstur talaði Ögmundur Jónasson  og hóf mál sitt á að fara yfir hina raunverulega fjárhagsstöðu þjóðarbúsins og samhengi hennar í því verki sem framundan og er þar landbúnaður þar  ekki undanskilinn. Gerði hann að umtalsefni það gáleysislega tal, ekki síst á þessum viðsjáverðum tímum, að auka eigi innflutning á landbúnaðarafurðum. Þá sagði hann það vekja ugg í ljósi þess sem formaður bændasamtakanna hafi upplýst að eftirspurn eftir matvælum muni aukast um 60% til ársins 2030. Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði talaði fyrir Frjálslindaflokkinn og var gerður góður rómur að hans máli, enda auðheyrt að hann talaði af innri þekkingu um málefni hina dreifðu byggða . f.h.r