Margir fóru á hugarflug
Um fjörtíu manns mættu á hugarflugsfundinn sem haldinn var í Ásgarði 4. nóvember.
Fundurinn var liður í átaki hreppsnefndar Kjósarhrepps til að greina ný atvinnutækifæri og þær aðstæður sem verða til að efla verðmætasköpun. Auk einstaklinga búsetta í hreppnum mættu fulltrúar frá leigutökum Laxár,Vindáshlíð, Skógræktarfélagi Íslands og Orkuveitu Reykjavíkur. Sævar Kristinsson og Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir gerðu grein fyrir stöðunni eins og hún birtist þeim og fóru yfir styrk- og veikleika samfélagsins m.t.t. framþróunar. Síðan hófst hugarflugsvinnan sem framkvæmd var þannig að allir þátttakendur áttu að skrifa fjögur atriði sem gæti skapað atvinnutækifæri. Þá var þátttakendum skipt í þriggja manna hópa sem hver um sig hafði þá tólf atriði sem hver hópur átti að skera niður í fjögur mikilvæg atriði.Síðan var tveir þriggja manna hópar sameinaðir með þá átta atriði sem gera átti að fjórum sem síðan voru gefnir plúsar m.t.t mikilvægi. Á endanum stóðu eftir fjórir málaflokkar sem þátttakendur töldu sameiginlega mikilvægir að huga að á næstu árum til að auka verðmætasköpun í hreppnum.
A)Hitaveita og samgöngur, A) Upplýsinga- og þjónustuver, A)Samstarf landbúnaðar og ferðaþjónustu, A) Sögu- og náttúrutengd ferðaþjónusta.
Hver flokkur var síðan útfærður með stikkorðum.