Fara í efni

Markaskrá 2020 - vantar að skrá mörk í Kjós

Deila frétt:
Á meðal þess fáa sem haldist hefur svo til óbreytt frá upphafi byggðar á Íslandi er notkun marka.
Á meðal þess fáa sem haldist hefur svo til óbreytt frá upphafi byggðar á Íslandi er notkun marka.

Enn á eftir að skrá mörk á all mörgum bæjum í Kjós.

Best er að endurnýja skráningu með því að svara bréfi sem Ólafur Dýrmundsson sendi í byrjun desember,
annars er velkomið að hafa samband við hann í síma 841-1346 eða í tölvupósti í oldyrm@gmail.com

 Frestur til að skila hefur verið framlengdur til 1.febrúar - koma svo bændur í Kjós !

Á meðal þess fáa sem haldist hefur svo til óbreytt frá upphafi byggðar á Íslandi er afréttakerfið; göngur, réttir og notkun marka. 
Fyrstu markaskrárnar voru prentaðar upp úr miðri 19. öld, áður voru þær handskrifaðar en mest virðast mörkin hafa varðveist í munnlegri geymd, mann fram af manni, öld eftir öld.

Þetta eru ómetanleg verðmæti sem skipta máli enn í dag.

 Bestu kveðjur,  Ólafur R. Dýrmundsson
 Markavörður fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar

Til fróðleiks Landmarkaskrá: http://www.landsmarkaskra.is/index.jsp