Meðalfellsvatn - upplýsingar
16.04.2008
Deila frétt:
Eins og komið hefur fram er Meðalfellsvatnið komið í Veiðikortið. Fyrir þá sem ekki eru með Veiðikortið þá er hægt að kaupa dagsleyfi á bænum Grjóteyri sem er við vatnið. Einnig verður Veiðikortið til sölu þar.
Á næstu dögum verður sett upp upplýsingasíða fyrir vatnið eins og til er fyrir önnur vötn í Veiðikortinunu og má nálgast hana með tengli hægra megin við landakortið hér á heimasíðunni, en upplýsingar um vatnið er ekki í bæklingnum sem fylgir með kortinu þar sem búið var að gefa út bæklinginn þegar Meðalfellsvatnið kom inn í Veiðikortið.
Sumarhúsaeigendur geta kynnt sér pakka sem verður í boði fyrir sumarhúsaeigendur við Meðalfellsvatn hér auk þess sem kynning fer fram á aðalfundi FSM þann 26. apríl n.k.