Fara í efni

Meðalfellsvatn-lög og réttur

Deila frétt:

Uppá síðkastið hefur orðið vart nokkrar misklíðar varðandi framkvæmdir og umgengni við Meðalfellsvatn. Annarsvegar  lítur ágreiningurinn að leyfisskyldum framkvæmdum við vatnið, sem gerðar hafa verið athugasemdir við og hinsvegar umgengni og rétt veiðimanna til að athafna sig við vatnið.

Vert er að minna á helstu reglur sem gilda varðandi ofangreint.

Meðalfellsvatn er á Náttúruminjaskrá og nýtur sérstakrar verndar. Í aðalskipulagi er  50 m. breið ræma umhverfis vatnið skilgreint sem “opið svæði” þar sem ekki er gert ráð fyrir mannvirkjagerð m.t.t. undantekningum.

Allar framkvæmdir við vatnið eru leyfisskildar til byggingar-og skipulagsyfirvalda í Kjósarhreppi samkvæmt skipulags-og byggingarlögum, lögum um lax og silungsveiði og náttúruverndarlögum. Gildir þar einu hvort um sé að ræða hverskonar byggingar eða röskun á fjöruborði með greftri eða efnisburði í vatnið og í fjöru þess.

Þá er rétt að árétta að öll lögmæt umferð gangandi manna er heimill umhverfis vatnið og óheimilt er að framkvæma nokkuð það sem hindrar  slíka umferð. Þurfi að girða í vatn út, skal hlið eða stigi vera á girðingunni. Veiðimenn eru því í fullum rétti til veiða, hvort sem er á vatnsbakka framan við sumarhús eða hvarvetna annarstaðar.

Umferð ökutækja er hinsvegar óheimil utan hefðbundinna slóða og í fjöru vatnsins einsog hver annar utanvegaakstur.