Fara í efni

Meðalfellsvatn-tilboð í veiðirétt

Deila frétt:

 Stjórn Veiðifélags Kjósarhrepps auglýsir hér með eftir tilboðum í allan veiðirétt í Meðalfellsvatni frá 1. apríl 2008 til 31. mars 2009.  Heimilt er að bjóða í veiðiréttinn til lengri tíma.  Veiði er einungis heimiluð á stöng og er fjöldi þeirra ótakmarkaður.  Allt löglegt agn er heimilað.  Tilboð skulu berast í lokuðu umslagi, merktu „Meðalfellsvatn”, til lögmannsstofunnar Lögmáls ehf., Skólavörðustíg 12, Reykjavík, fyrir kl. 16:00, föstudaginn 7. mars n.k. Þau verða síðan opnuð, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska, í veiðihúsi félagsins við Ásgarð, Kjósarhreppi, laugardaginn 8. mars n.k., kl. 14:00.  Nánari upplýsingar veitir formaður félagsins, Ólafur Þór Ólafsson, sími 566 7042. Stjórnin áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.

 

                                    F.h. stjórnar Veiðifélags Kjósarhrepps,

                                    Ásgeir Þór Árnason hrl.