Meirihluti hreppsnefndar bregst við brigslum minnihluta



Á fundi hreppsnefndar Kjósarhrepps þann 10. janúar var bókun minnihluta í fundarlok síðasta hreppsnefndarfundar, sem fól í sér brigsl og rangar fullyrðingar, að mati meirihlutans til umfjöllunar.
Hreppsnefndaroddviti bauð minnihlutanum að draga bókunina til baka án eftirmála. Fulltrúar minnihlutans óskuðu eftir að afgreiðslu þessa dagskráliðar yrði frestað til næsta fundar. Oddviti taldi hinsvegar annað ekki fært, en að sjónarmið meirihlutans væri komið á framfæri núþegar og lagði fram eftirfarandi bókun í nafni meirihlutans:
Settar eru fram fullyrðingar sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Þá er því haldið fram að ólöglega hafi verið staðið að tilteknum atriðum án þess að getið sé í hverju brotin felast m.t.t þeirra lagaákvæða, sem kunna að liggja að baki. Það er lámarkskrafa, sem gera verður til kjörinna hreppsnefndarmanna, sem brigsla með þessum hætti að gild og óumdeilanleg lagaákvæði liggja að baki og til þeirra sé vitnað ef þau á annað borð væru fyrir hendi”.