Menningardagur í kirkjum Kjalarnessprófastsdæmis 31. okt. 2010.
26.10.2010
Deila frétt:
Sunnudaginn 31. okt. verður menningardagur í öllum kirkjum Kjalarnessprófastsdæmis sem eru því sem næst 25. Megintilgangurinn er sá að opna kirkjurnar og hvetja fólk til að heimsæka þær, bæði sína sóknarkirkju og aðrar. Dagskrá verður í öllum kirkjunum, auglýst í fjölmiðlum og á heimasíðum einstakra sókna og sveitarfélaga. Dagurinn er jafnframt siðbótardagur íslensku þjóðkirkjunnar sem haldinn er til minningar um upphaf siðbótarinnar 31. okt. 1517.
Dagskrá Reynivallakirkju hefst kl. 17:
Matti Kallio leikur á harmoniku og sr. Gunnar Kristjánsson fjallar um Írafellsmóra sem þjóðsagnapersónu og fyrirbæri og fjallar um einstaklinga í Kjós og á Kjalarnesi sem tengjast sögu hans.
Allir velkomnir.
31. okt. 2010.
Sóknarprestur.