Menningarhús Sakha-Jakútía vígt við Maríuhöfn
Sunnudaginn 15. júní var menningarhús vígt við Maríuhöfn í Hálsnesi. Húsi hefur hlotið nafnið: “Síbería,Sakha-Jakútía” menningarhús Ísjaka, vináttufélags Íslands og Sakha-Jakútíu, stofnað 1986. Um athöfnina sáu sr. Gunnar Kristjánsson og hin rússnesk-kaþólski sr. Timofei Solotiski frá Rússlandi.
Það er Kjuregej Alexandra Argunova sem stóð á byggingu hússins og sér um rekstur þess.
Við upphaf athafnarinnar, sem var mjög framandi, bauð Alexandra gesti velkomna og bað þá að haldast í hendur og minnast vinkonu hennar, Lenu Bergmann sem er nýlátin, með stuttri þögn. Síðan vígðu prestarnir húsið. Rússneski sendiherrann á Íslandi flutti ávarp. Sverrir Guðjónsson og Hörður Torfason fluttu tónlistaatriði.
Þá voru mættir fulltrúar frá heimalandi Alexaöndru sem heiðruðu hana með ýmsum hætti fyrir störf hennar til kynningar á þjóð þeirra, Sakha-Jakútú í austur Rússlandi.
Húsið er ætlað til afnota fyrir listafólk. Um tvöhundruð manns var viðstatt athöfnina
Fleiri myndir undir meira