Fara í efni

Merkja verður pótkassana bæjum og einstaklingum

Deila frétt:

Jón póstur er í þann veginn að láta af störfum hjá Íslandspósti, eftir farsælt starf í áratugi í Kjósarhreppi. Honum eru þökkuð vel unnin störf, sem unnin hafa verið af trúmennsku og greiðvikni. Nýr starfsmaður mun taka við hans starfi innan tíðar, sem eðlilega þekkir ekki til staðhátta og heimilisfestu íbúa hreppsins. Það er því nauðsynlegt við þessar aðstæður að hver og einn merki póstkassann hjá sér með nöfnum þeirra er nota hann. Á skrifstofu hreppsins er plastvél sem íbúum gefst kostur á að nota til að plasta miða sem límdir eru á kassana