Fara í efni

Messa og ferming 21.júní

Deila frétt:
Reynivallakirkja og prestssetrið
Reynivallakirkja og prestssetrið

Messa og ferming verður í Reynivallakirkju 21.júní kl.14. 
Kirkjukórinn syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar. Sóknarprestur þjónar. 
Altarisganga fer ekki fram. Gætt verður að öllum smitvörnum og tveggja metra reglan í heiðri höfð eins og kostur er. 
Norðan megin í kirkjunni verða tveir metrar á milli sæta og verða þau sér merkt. Fólk er beðið um að spritta hendur í fordyri kirkjunnar.

Miðað er við fyrirkomulag í samræmi við tilmæli yfirvalda hverju sinni.
Sóknarprestur mun ekki taka í hendur kirkjugesta í fordyri kirkju eins og venja hefur verið.

Verið velkomin til kirkju.
Sóknarnefnd og sóknarprestur.