Miðdalur og Grjóteyri eru þátttakendur í opnum landbúnaði
Markmiðið með Opnum landbúnaði er að leggja stóraukna áherslu á að byggja upp tengslanet bænda sem taka á móti gestum á sín býli eða sinna á einhvern hátt kynningarstörfum fyrir bændur. Með því að opna bændabýli landsins fyrir almenningi er stuðlað að auknum skilningi á málefnum landbúnaðarins. Um þessar mundir er unnið með skipulögðum hætti að fá bændur um allt land til þess að taka þátt í verkefninu svo hægt sé að veita þéttbýlisbúum sem besta þjónustu. Kostir þess að sameina krafta bænda í þessum efnum felast m.a. í sameiginlegu útgefnu efni og markaðssetningu, leiðbeiningum um sveitaheimsóknir og að deila þekkingu á milli bænda.
Innan verkefnisins rúmast ýmsar útgáfur af þjónustu. Ein tegundin er vorheimsóknir leik- og grunnskólabarna, önnur móttaka eldri borgara og sú þriðja felst í að bjóða ferðamönnum í heimsókn svo dæmi séu tekin.
Bæir sem taka á móti gestum:
Bjarteyjarsandur í Hvalfirði
Grjóteyri í Kjós
Hraðastaðir í Mosfellsdal
Miðdalur í Kjós
Stóri-Dunhagi í Hörgárbyggð
Heimsóknargjald er mismunandi á milli bæja en er á bilinu 250-420 kr. eftir eðli starfsemi.