Mikill áhugi á hitaveitu og ljósleiðara - vantar samt fleiri svör
02.03.2015
Deila frétt:
Könnun á áhuga að tengjast hitaveitu og ljósleiðara er nú í fullum gangi.
35% íbúa í Kjósinni hefur svarað nú þegar og þar er útkoman augljós.
Hjá þeim sem hafa tekið þátt í könnuninni er 100 % áhugi á hitaveitu og ljósleiðara.
Svörun hjá sumarhúsa og lóðar eigendum er komin upp í 23%.
Þar er einnig afgerandi áhugi á að geta tengst.
Niðurstöður varðandi hitaveitu:
Mikill_meðal áhugi =92%, lítill_enginn áhugi= 8%
Niðurstöður varðandi ljósleiðara:
Mikill_meðal áhugi= 79% , lítill_enginn áhugi = 18% , vil ekki svara = 3%
En til að könnunin verði marktæk þarf mun meiri svörun, svo nú er um að gera að hnippa í nágrannana og kanna hvort þeir séu búnir að svara.
![]() |
![]() |

