Milli himins & jarðar í Kjósinni
Reynivallakirkja - páskamessa
Messa verður á Páskadag í Reynivallakirkju, þann 27. mars nk, kl. 14:00.
Á undan messunni munu þeir Jónas Þórir píanóleikari og Matthías Stefánsson fiðluleikari flytja nokkrar klassískar perlur. Tónlistarflutningur þeirra hefst kl. 13:45.
Einnig munu þeir sjá um tónlistarflutning við messuna og m.a. flytja lagið "Harpan mín", eftir Pál Helgason heitinn, organista okkar og vin, sem kvaddi fyrir skömmu.
Sr. Gunnar Kristjánsson mun þjóna fyrir altari. Organisti verður Jónas Þórir. Söfnuður mun leiða sönginn.
Rekstrarstjóri Kjósarveitna
Stjórn Kjósarveitna hefur ráðið
Kjartan Ólafsson, sem rekstrarstjóra
frá og með 21. apríl nk.
Kjartan er menntaður véliðnfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og með meistarabréf í vélvirkjun.
Kjartan hefur starfað sem verkstjóri hjá Blöndósbæ við hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu. Einnig sem verkstjóri hjá Pípulagnaverktökum ehf og nú síðast sem vélvirki á viðhaldssviði hjá Norðuráli Grundartanga.
Kjartan býr í Laxatungu í Mosfellsbæ sem er í 28 mín keyrslufjarlægð frá veitustöð. Helstu áhugamál eru hestamennska og ljósmyndun. Kona hans er Rut Jónasdóttir, sjúkraliði.
