Minkum pappír og spörum peninga
17.03.2010
Deila frétt:
Fyrsti gjalddagi af þremur vegna fasteignagjalda í Kjósarhreppi 2010 verður 20.mars.
Sum sveitarfélög eru hætt að senda út greiðsluseðla í pósti, á ákveðinn aldurshóp, heldur teysta á að viðkomandi fylgist með kröfum á heimabankanum sínum. Sparar það mikla vinnu,pappír og kostnað.
Gjaldendur í Kjósarhreppi eru hvattir til að hafa til samband við bankann sinn og biðja um að kröfur frá Kjósarhreppi verði teknar í beingreiðslu eða netgreiðslu. Þá geta gjaldendur, þegar þeir fá næst greiðsluseðill merkt við í heimabankanum að setja í beingreiðslu eða afpanta pappír.