Fara í efni

Mjólkursamsalan áfrýjar vegna vanhæfni dómara

Deila frétt:

Auðhumla svf. hefur áfrýjað til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem viðurkennt var að Félagsbúið á Hálsi ætti rétt á skaðabótum vegna ólögmætrar úthýsingu búsins úr MS árið 2002, sem leiddi til þess að búið varð af verulegum fjármunum þegar séreignarsjóður framleiðenda var uppfærður skömmu síðar.

 Auðhumla, áður MS, gerir nú nýja aðalkröfu; að dómur héraðsdóms verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til dómsálagningar að nýju, vegna  þess að dómarinn, Símon Sigvaldason er sonur fyrrum  mjólkurframleiðanda sem hætti framleiðslu árið 1990 og gæti haft  hagsmuni af, að fella dóm með þeim hætti, sem hann gerði í héraði. Til vara er  krafist sýknu.