Fara í efni

Mjólkursamsalan enn dæmd brotleg

Deila frétt:

Í dag, 27.febrúar 2008 var leitt til lykta fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur krafa Félagsbúsins á Hálsi að viðurkennd verði með dómi  skaðabótaskilda Mjólkursamsölunnar í Reykjavík gagnvart búinu. Tildrög málsins eru þau að búið var úthýst úr félaginu með ólögmætum hætti skömmu áður en verulegir fjármunir voru færðir af eiginfé fyrirtækisins inná séreignarsjóði félagsmanna. Sigurbjörn Hjaltason hafði áður unnið samkynja mál fyrir Hæstarétti Íslands,en Mjólkursamsalan mat það ekki fordæmisgefandi

 

D Ó M S O R Ð :

Viðurkennt er með dómi að breytingar á 11. gr. samþykkta Mjólkursamsölunnar í Reykjavík svf., og samþykkt á bráðabirgðaákvæði því samfara, á aðalfundi hennar 8. mars 2002, þannig að stefnanda, Félagsbúinu að Hálsi, var gert að innleysa séreign sína í séreignarsjóði hennar í júní sama ár, er ólögmæt og bakar stefnda, Auðhumlu svf., skaðabótaskyldu gagnvart stefnanda. 

            Stefndi greiði stefnanda 400.000 krónur í málskostnað.

 

Dómurinn HÉR