MV-24 á Möðruvöllum-nýjustu fréttir
Holan stendur nú í 1580 m og var hitamæld í gær, 14. apríl eftir tíu daga borhlé. Meðan á því stóð voru gerðar tilraunir til örvunar með loftblæstri. Þær aðgerðir virðast hafa skilað nokkrum árangri; fyrir gaf holan um 1 L/s í sjálfrennsli en eftir tvær ferðir með borstangirnar niður á ríflega 1300 m var sjálfrennsli úr henni komið í um 5 L/s.
Vatnið er sjóðandi og holan gýs á ca. 3 mínútna fresti. Þess vegna er umhendis að gera ná-kvæma rennslismælingu.
Eins og mælingin ber með sér eru tvær innrennslisæðar helstar í holunni:
Annars vegar er það æðin á 290 m dýpi, sem verið hefur aðalæð holunnar fram til þessa og hins vegar er æð á um 1320 m dýpi, en þessi æð var örvuð með blástursaðgerðunum.
Hitamælingin núna þykir sýna að enn sé von til að skera heitavatnsæð neðar. Mælt er með að enn verði látið reyna á það hvort ekki fáist meira vatn með því að bora áfram.
Bormenn eru núna komnir í frí og munu ekki halda áfram borun fyrr en eftir Páska.