Fara í efni

Mynda- og sögusýning í Ásgarði á Kátt í Kjós

Deila frétt:

Skólahúsið  að Ásgarði verður opið frá kl 15 -19  Hólmfríður Gísladótti fyrrverandi skólastjóri verður á staðnum með  myndasýningu frá starfstíma hennar við skólann. Bókasafnið, sem var upphaflega bókasafn Bræðrafélagsins og á sér sögu í 120 ár verður til sýnis. Frumsýnd verða upplýsingarspjöld sem koma á upp við á áningastaði í hreppnum og mannlífsmyndir úr hreppnum.. Kjósarmyndin frá 1952 og nýfundin myndbrot frá sama tíma verður raðsýnd í sér stofu.  Gamlir munir hafa verið teknir niður af háalofti og fyrrum nemendum gefin kostur á að rifja upp liðna  tíma.

Þá liggjaframmi gögn frá Átthagafélagi Kjósverja sem gaf ú bókina „Kjósarmenn“ og framleiddi kvikmyndina sem verður sýnd.

Ungmennafélagið Drengur verður líka með sýningarbás og þar má m.a. sjá bækurnar „Hreiðar Heimski“ sem félagsmenn skrifuðu í ýmist efni sem síðan gekk á milli bæja og lesið var upp úr henni á málfundum félagsins.

Allir þeir sem hafa taugar Kjósarinna ættu því ekki að láta þetta einstakatækifæri til að lifa upp horfna tíma ganga sér úr greypum.

Vakin er athygli á að Ásgarður verður opinn lengur en aðrir staðir þannig að fólk sem er bundið á öðrum stöðum yfir daginn geti komið þar saman.

Kvenfélag Kjósarhrepps verður með  veitingar til sölu