Fara í efni

Myndlist og álfaganga á Kátt í Kjós

Deila frétt:

Í Eyrarkoti verða myndlistamennirnir Inacio Pacas og Ragnhildur Jónsdóttir verða með sýningu á verkum sínum í salnum. Ragnhildur verður einnig með nýútgefnu Álfaspáspilin sem eru unnin upp úr sýn hennar á náttúruverur okkar íslendinga og les hún í þau fyrir fólk.
Ragnhildur og Bergþóra munu fara í stuttar göngur umhverfis bæinn og kynna álfaverur staðarins kl. 14.00 og 16.00.

Eyrarkot er ferðaþjónustubær ofan við Hvalfjarðareyri þar er
fjölbreytt fuglalíf og útsýni fagurt. Þar er aðstaða fyrir 30-40 manns
til veisluhalda og bærinn tekur 10 manns í gistingu. Í Eyrarkoti var
eitt sinn símstöð sveitarinnar og bera innréttingar í húsinu vitni um
það. Gestir sem dvelja í Eyrarkoti verður ávalt tíðrætt um hversu
mikil nó fylgir staðnum.

Boðið verður uppá kaffi og kleinur.   

Opið frá kl. 13-17,  bæði laugardag og sunnudag 

s: 692 3025,  begga@emax.is