Fara í efni

Sameiginlegur fundur hreppsnefndar og fastanefnda

Deila frétt:
Topp mæting var á fundi hreppsnefndar með fastanefndum
Topp mæting var á fundi hreppsnefndar með fastanefndum

Hreppsnefnd og fastanefndir hreppsins komu saman í Ásgarði, miðvikudagskvöldið 5. febrúar.

Oddviti boðaði til fundarins, bæði aðal- og varamenn í hreppsnefnd og aðalmenn fastanefnda hreppsins.
Fundurinn var kröftugur og góður að mati fundarmanna og ánægjulegt að það var full mæting!

Karl Magnús oddviti opnaði fundinn, fór yfir dagskrá fundarins og skipulag skrifstofu Kjósarhrepps.

Regína Hansen, sérfræðingur á skrifstofunni kynnti nýjungar.  Algjör bylting er í öllu sem viðkemur rafrænni stjórnsýslu. Rafrænt skjalakerfi - ONE Systems, fundargátt, íbúagátt (Mínar síður), rafrænar umsóknir og tenging við island.is

Formenn fóru yfir verkefni sinna nefnda, áherslumál og gerðu góða grein fyrir starfi nefndanna, sem var ekki bara gott fyrir sveitarstjórn heldur einnig annað nefndarfólk.
Til máls tóku: 
Einar Tönsberg, formaður Viðburða- og menningarmálanefndar
Katrín Cýrusdóttir, formaður Umhverfisnefndar
Regína Hansen Guðbjörnsdóttir, formaður Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefndar
Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður Skipulags- og byggingarnefndar
Regína Hansen Guðbjörnsdóttir, formaður Samgöngu- og fjarskiptanefndar

Eftir kaffihlé sagði oddviti frá væntanlegri heimsókn þingmanna SV-kjördæmis, sem verður þriðjudaginn 18. febrúar.
Fundarmenn fóru yfir þau atriði sem talin eru eiga erindi við þingmenn okkar.
Lögð verður áhersla á nýja brú yfir Laxá, lagfæringar á veginum í kringum Eyrarfjall og við Möðruvelli, tengistað við almennings samgöngur til og frá höfuðborgarsvæði, og mál málanna ... þingsályktun um sameining sveitarfélaga.

Karl Magnús oddviti sagði frá undirbúningsvinnu sem er að fara af stað varðandi sameiningu sveitarfélaga.
Þingsályktun Alþingis skyldar sveitarfélög með færri en 1.000 íbúa til að sameinast innan fárra ára. Mikilvægt er að gefa sér góðan tíma við þessa vinnu sem verður unnin í nánu samstarfi við alla íbúa.

Fundarstjóri: Sigríður Klara Árnadóttir, framkvæmdastjóri dótturfyrirtækja Kjósarhrepps og varaoddviti.

 

 Fundur með nefndum 5.feb 2020