Níðingar á Laxvogi
Um þrjú leitið í dag sjósettu tveir menn gúmmíbát sinn á Laxvogi frá Hvalfjarðareyri. Skipti engum togum að hafin var skothríð og siglt inn voginn undan landi Eyrar og Eyrarkots þannig að orsakaðist mikið fjarðarfok. Síðan var siglt út voginn að norðanverðu um Maríuhöfn án þess að skothvellum linnti. Margir urðu til að tilkynna þessa fólskulegu framgöngu til lögreglu. Þegar bátnum var siglt út voginn aftur hröktist stórir hópar æðarfugls undan skothríðinni. Við landtöku níðinganna kom í ljós að þeir voru með æðarfugl innanborðs. Sumir fuglarnir voru dauðir en aðrir lifandi illa særðir og voru þeir aflífaðir í viðurvist lögreglu. Lögreglan gerði vopn og afla upptækan. Mennirnir gátu ekki framvísar veiðkortum né byssuleyfum en tjáðu lögreglu að þeir hefðu skilríkin í nágreninu.
Langt má væri að telja upp öll þau lagabrot sem níðingarnir frömdu. Æðarfugl er fyrir það fyrsta alfriðaður, fuglinn var ekki aflífaðir þó helsærðir væru. Ekki var leitað leyfi slandeigenda, Laxvogur er á Náttúruminjaskrá og á lista yfir alþjóðlega mikilvæga staði fyrir fugla.
Frétt Sjónvarpsins HÉR