Niðurstöður umhverfisvöktunar í Hvalfirði eru nú aðgengilegar – skýrslur fást í Matarbúrinu!
Þeir sem vilja kynna sér niðurstöður umhverfisvöktunar iðjuveranna á Grundartanga, geta nálgast skýrslur nú um helgina, 12.-14. apríl, í Matarbúrinu á Hálsi. Frá og með mánudeginum 15. apríl verða skýrslurnar svo fáanlegar á skrifstofu Kjósarhrepps á meðan birgðir endast.
Opinn kynningarfundur um niðurstöður umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðisins á Grundartanga, rekstrarárið 2012.
Norðurál og Elkem Ísland standa fyrir kynningarfundi um niðurstöður umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðisins á Grundartanga fyrir hagsmunaaðila og almenning. Fundurinn verður haldinn á Hótel Glym, Hvalfjarðarströnd, miðvikudaginn 17. apríl n.k. og hefst klukkan 13.00.
Fulltrúar Norðuráls og Elkem Ísland flytja erindi fyrirtækjanna en Eva Yngvadóttir frá verkfræðistofunni Eflu flytur erindi um niðurstöður umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðisins við Grundartanga, árið 2012. Í fyrirlestri Evu verða kynntar niðurstöður á mælingum í andrúmslofti, ferskvatni, lífríki sjávar, gróðri og grasbítum. Starfsmenn beggja fyrirtækja, höfundar sérfræðiskýrslna og fulltrúar verkfræðistofunnar Eflu, verða viðstaddir allar kynningarnar til að svara spurningum sem upp kunna að koma.
Íbúar Kjósarinnar eru hvattir til að kynna sér efni skýrslunnar fyrir kynningarfund iðjuveranna í næstu viku og fjölmenna á fundinn.
Umhverfis-, náttúru- og landbúnaðarnefnd.