Fara í efni

Ný heimasíða Kjósarhrepps

Deila frétt:
Ný heimasíða Kjósarhrepps
Ný heimasíða Kjósarhrepps

Kjósarhreppur hefur, í samstarfi við Stefnu, tekið í notkun nýja og endurbætta heimasíðu. Útlit síðunnar hefur tekið töluverðum breytingum, upplýsingar eru aðgengilegri og síðan þægilegri í notkun.
Innan tíðar verður hægt að gerast áskrifandi að fréttum með því að skrá sig á póstlista eins og var á eldri síðunni.

Vinna stendur enn yfir að fullgera "Mínar síður" og er vonast til að þær fari í loftið á næstu vikum, þá opnast sá möguleiki að skoða sín persónulegu mál í öruggu umhverfi, sækja um þjónustu rafrænt, fá birtingu á greiðslu- og álagningarseðlum og skoða hitaveitureikningana.

Einnig er sú nýjung að allir geta skráð inn viðburð sem viðkomandi vill auglýsa á heimasíðu sveitarfélagsins, í samræmi við ritstjórnastefnu Kjósarhrepps, og hvetjum við alla að nýta sér þennan möguleika.
Viðmót síðunar hentar vel fyrir farsíma og spjaldtölvur.

Þó síðan sé búin að vera nokkurn tíma í undirbúningi, er ljóst að hún er lifandi og í stöðugri þróun. Því fögnum við öllum ábendingum bæði um efni og annað sem betur má fara, ábendingar skal senda á netfangið kjos@kjos.is

Sveitarstjórn óskar öllum notendum til hamingju með nýja stórglæsilega heimasíðu.