Fara í efni

Nýir starfsmenn hjá Kjósarhreppi

Deila frétt:
Kjósarhreppur
Kjósarhreppur

Sveitarfélagið Kjósarhreppur hefur ráðið til sín tvo öfluga starfsmenn.

 

Björn Þór Ananíasson á endurvinnsluplan að Hurðabaksholti. Ráðning hans er liður í endurskipulagningu á öllum sorpmálum í Kjósarhreppi þar á meðal undirbúningi á gjaldtöku á planinu. Björn Þór hefur þegar hafið störf og bjóðum við hann velkomin til starfa.

Björn Þór Ananíasson

 

Helenu Ósk Óskarsdóttir sem aðstoðarmann skipulags- og byggingarfulltrúa, Helena er nemi í arkitektúr. Mun hún aðstoða skipulags- og byggingarfulltrúa við aukin verkefni í þessum málaflokki. Helena hóf vinnu hjá Kjósarhreppi í sumar í gegnum verkefnið „Sumarátaksstörf námsmanna“ og í framhaldi ráðin í 20% starf á skrifstofu hreppsins bjóðum við hana velkomna til starfa.

 
Helena Ósk Óskarsdóttir