Nýjar teikningar af hitaveitulögninni - tillaga nr. 2
Nú er lokið aðal yfirferð yfir tillögur að hitaveitulögn um Kjósina.
Búið er að heimsækja alla bæi á væntanlegu hitaveitusvæði og flesta jarðareigendur sem náðist í með góðu móti. Bragi hjá Stoð ehf., er búinn að fara yfir allar athugasemdir og bregðast við þar sem mögulega var hægt að breyta eða færa til lögnina með góðu móti og án mikillar hækkunar á kostnaði.
Hér eru nýjustu teikningarnar af hitaveitulögninni; tillaga nr. 2
Hægt er að óska eftir nánari upplýsingum eða koma athugasemdum til Sigríðar Klöru, framkvæmdastjóra Kjósarveitna ehf á netfangið: sigridur@kjos.is
Þessa dagana er verið að klára gögn fyrir útboð á efni, í samvinnu við Ríkiskaup, sem verður auglýst í lok nóvember. Útboð á jarðvinnunni fer í auglýsingu í febrúar 2016, allt skv. áætlun.
Verið er að leggja lokahönd á samþykki jarðeigenda vegna lagnaleiðarinnar.
Í kjölfarið verða kláruð bindandi samningsform við sumarhúsaeigendur og þau kynnt þegar þau liggja fyrir.
Bragi var á ferð um miðjan nóvember ásamt Kjósarveitumönnum og þá aðallega á borholusvæðinu sjálfu. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er ekki alltaf auðvelt að vinna með heitt vatn eða sjá fyrir gufunni.
![]() |
![]() |
|


