Fara í efni

Nýjar tunnur afhentar 20. maí nk.

Deila frétt:

Það er okkar allra hagur að meðhöndlun á úrgangi frá heimilum sé með eins góðu móti og kostur er og að sem allra minnst fari í almennan úrgang. Sveitarstjórn vill leggja sitt af mörkum til þess að kynning á nýju fyrirkomulagi varðandi flokkun á úrgangi skili sem bestum árangri og ætlar því að leggja land undir fót þann 20. maí nk og heimsækja öll heimili í Kjósarhreppi. Afhentar verða nýjar tvískiptar tunnur undir almennan úrgang og lífrænan (matarleifar) og fagnaðarerindið boðað.  Í sömu heimsókn fá íbúar afhenta innanhúskörfu og bréfpoka til að safna lífrænum úrgangi. Sumarhúsaeigendur í Kjósarhreppi fá líka afhentar slíkar körfur og poka og geta nálgast þær á skrifstofu sveitarfélagsins á opnunartíma eftir 20. maí nk.  Í framhaldi af því  verður svo hægt að nálgast áfyllingu af bréfpokun í Krónuverslunum á höfuðborgarsvæðinu að kostnaðarlausu.