Fara í efni

Nýr framkvæmda- og rekstrarstjóri hjá Kjósarveitum og Leiðarljósi

Deila frétt:
Axel Jóhannsson
Axel Jóhannsson

Nýr framkvæmda- og rekstrarstjóri hjá Kjósarveitum og Leiðarljósi

Axel Jóhannsson hefur verið ráðin fram­kvæmda­- og rekstrarstjóri Kjósarveitna og Leiðarljós og tekur hann við af Sigurði Sigurgeirssyni rekstrarstjóra og Karli Magnúsi Kristjánssyni framkvæmdarstjóra og er þeim þökkuð góð störf í þágu félaganna.

Hlut­verk fram­kvæmda- og rekstrarstjóra verður meðal annars að sinna verkefnum tengdum daglegum rekstri og halda utan um og styðja við upp­byggingu fé­lagana og stefnu­mótun, móta og fylgja eftir fjár­hags­á­ætlun.  

Axel er með gráðu í véltæknifræði og er einnig með vélstjóraréttindi.

Varðandi starfsferil, þá hefur Axel starfað hjá Almennu Verkfræðistofunni, hjá Marel m.a. sem verkefnastjóri, hjá 3X-Stál á Ísafirði og sem vélstjóri á frystitogara.

Axel býr í Kjósinni og er þekkir sveitina afar vel, en hann var lengi veiðivörður og leiðsögumaður í Laxá í Kjós.

Það verður því mikill fengur að fá Axel til starfa hjá Kjósarveitum og Leiðarljósi því það er ljóst að kraftur er í uppbyggingu veitanna og mörg verkefni framundan. Axel hefur störf þann 1. júní næst komandi